background

phone

Umhverfisstefna

Tilgangur og gildissvið
Að stjórnendur og aðrir starfsmenn Efnamóttökunnar einbeiti sér að því að bæta umhverfið og skapa forsendur fyrir betri framtíð.
Ábyrgð
Framkvæmdastjóri
Framkvæmd
Efnamóttakan hefur um langa hríð notað slagorðið "Spillum ekki framtíðinni".
Umhverfisstefna fyrirtækisins byggir á þessu slagorði og er jafnframt nánari útfærsla á því.

• Efnamóttakan er í fararbroddi í flokkun og endurvinnslu spilliefna og annars úrgangs á Íslandi og stuðlar að aukinni flokkun og endurvinnslu úrgangs viðskiptavina sinna.
• Efnamóttakan tekur tillit til umhverfismála og leitast við að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.
• Efnamóttakan fylgir lagalegum kröfum á sviði umhverfismála og vinnur eftir umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 til að tryggja stöðugar umbætur.
• Í rekstri Efnamóttökunnar er leitast við að fara vel með auðlindir og tekið tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup.
• Efnamóttakan einsetur sér að kynna viðskiptavinum fyrirtækisins gildi úrgangsflokkunar, endurvinnslu og endurnýtingar með það að markmiði að auka flokkun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda.

 

október 2013
Jón H. Steingrímsson
framkvæmdastjóri Efnamóttökunnar hf.