background

phone

Tilkynning um breytt gjaldtökukerfi vegna söfnunar á matarolíu (birt 29. maí 2018)

Ágæti viðskiptavinur.

Efnamóttakan hefur um margra ára skeið annast söfnun á notaðri matarolíu hjá veitingastöðum og mötuneytum. Framan af var tekið gjald fyrir þessa þjónustu enda var efnið þá urðað.

Endurvinnsla á matarolíu í atvinnuskyni hófst fyrir alvöru um og eftir árið 2011. Þá lagðist af gjaldtaka fyrir efnið og við tók tímabil þar sem endurvinnsluaðilar greiddu fyrir það. Á þessu tímabili hefur smám saman komið í ljós að sölutekjur af framleiðsluvörunni, lífdísil, standa ekki undir greiðslum fyrir hráefnið, enda hafa endurvinnsluaðilar þurft að lækka verð sín til kaupenda eldsneytisins.

Það liggur jafnframt fyrir að Úrvinnslusjóður telur það ekki falla undir hlutverk sitt að styðja við söfnun og afsetningu á úrgangsmatarolíu. Stjórn sjóðsins fjallaði nýlega um erindi þessa efnis og ályktaði að úrgangshafarnir skuli sjálfir standa straum af kostnaðinum.

Niðurstaðan af framansögðu er því sú að hefja verður gjaldtöku fyrir móttöku á notaðri matarolíu. Efnið mun eftir sem áður fara til endurvinnslu.

Af þessum sökum mun Efnamóttakan hefja innheimtu á móttökugjaldi fyrir efnið sem í byrjun verður 20 kr./kg án vsk. Auk þess breytist gjaldkerfi fyrir akstur þannig:

Losun                               Verð án vsk.

Reglulegar losanir             3.300 kr.

Tilfallandi losanir               5.000 kr.

Ekki verður ekki tekið á móti götuðum brúsum nema í undantekningartilvikum og í þeim tilvikum verður tekið 600 kr. aukagjald á hvern brúsa. Þetta fyrirkomulag tekur gildi 1. júlí 2018.

Virðingarfyllst,

Jón H. Steingrímsson,

framkvæmdastjóri

Mynd 2

Umfjöllun í Fréttatímanum

Umfjöllun um Efnamóttökuna og Hafnarbakka-Flutningatækni í Fréttatímanum í dag.
Efnamóttakan er með örugga og viðurkennda skjalaeyðingu.
Hafnarbakki-Flutningatækni kynnir nýja lausn við flokkun og frágang á rusli.

 

em-skjala18112016

hafnarbakki18.11.2016