background

phone

Gjaldskrá Efnamóttökunnar

Efni sem skilað er til Efnamóttökunnar eru vigtuð við móttöku þeirra og þyngd með umbúðum og efnaheiti er skráð á sérstaka móttökuseðla. Reikningur fyrir þjónustuna byggir á skráðum upplýsingum á móttökuseðli og er vísað í númer hans við innheimtu. Eyðingargjald spilliefna sem bera úrvinnslugjald er greitt af Úrvinnslusjóði. Bent er á að án beiðni er flutningsaðili ábyrgur fyrir greiðslu eyðingargjalds. Gjaldskráin sem hér birtist sýnir hvaða flokkar eru greiddir af Úrvinnslusjóði og hvaða flokkar eru greiddir af úrgangshafa. Hún sýnir hins vegar ekki verðin á síðarnefndu flokkunum. Til að fá upplýsingar um þau þarf að hafa samband við skrifstofu Efnamóttökunnar í síma 559-2200.

Breyting á gjaldtöku á árinu 2015

Ágætu viðskiptavinir!

Á árinu 2015 verður hafin almenn gjaldtaka fyrir akstur, leigu og losun á ílátum á höfuðborgarsvæðinu, hvort sem um er að ræða úrgangsefni með eða án úrvinnslugjalds.

Ástæðan er sú að Úrvinnslusjóður greiðir ekki sérstaklega fyrir söfnun og flutning efna innan höfuðborgarsvæðisins og hefur ekki gert síðan í apríl 2008. Aðrar greiðslur sjóðsins gefa ekki af sér tekjur til að bæta það upp á sama tíma og kostnaður við flutninga hefur aukist umtalsvert.  Því mun aksturs- og/eða leigugjald verða innheimt í ýmsum tilvikum þar sem það hefur ekki áður verið lagt á. 

Gjaldskrá á myndrænu formi.