background

phone

Móttaka endurvinnsluefna

Efnamóttakan tekur á móti öllum helstu úrgangsefnum sem tæk eru til endurvinnslu. Þau helstu eru pappír, plast, veiðarfæri, málmar og matarolía.

• Bylgjupappi.

Hér er yfirleitt um að ræða umbúðir ýmis konar, þ.e. pappakassa, pitsukassa og því um líkt. Bylgjupappi greinir sig frá öðrum pappír í því að hann hefur tvö ytri lög, yfirleitt brúnn og bylgjast eins konar eingangrunarlag á milli ytri laganna. Þessi flokkur ber úrvinnslugjald.

Sléttur pappi.

Hér er einnig um að ræða umbúðir yfirleitt utan af matvælum, ekki vaxborinn. Þessi flokkur ber úrvinnslugjald.

Fernur (Tetra pak).

Hér er um að ræða umbúðir um drykkjarvörur, s.s. mjólkurvörur og ávaxtasafa og er um að ræða vaxborinn pappír. Þessi flokkur ber úrvinnslugjald.

Dagblöð og tímarit.

Í þennan flokk falla dagblöð og tímarit og hliðstæður pappír sem ekki ber úrvinnslugjald.

Gæðapappír.

Hér er um að ræða ljósritunarpappír og annan ólitaðan skrifstofupappír. Þessi pappír ber ekki úrvinnslugjald.

Glær umbúðaplast.

Allt mjúkt, glært plast og plastfilma sem notað er til pökkunar eða kemur sem umbúðir utan um vörur. Það má ekki hafa í sér lit og/eða áritaðan texta í neinum mæli. Þessi flokkur ber úrvinnslugjald.

Litað umbúðaplast.

Sams konar flokkur og glært umbúðaplast en er litað og/eða hefur áprentaðan texta í einhverjum mæli. Þessi flokkur ber úrvinnslugjald.

Hart umbúðaplast.

Hart umbúðaplast, hvort sem það er litað eða ekki. Þessi flokkur ber úrvinnslugjald.

Nælonnet.

Tekið er við netum úr hreinu næloni (PA6) sem hreinsuð hafa verið af lífrænum úrgangi, teinum og köðlum. Veiðarfæri úr Poly Ethylin (PE) svo sem troll o.fl. falla ekki undir þennan flokk. Þessi flokkur ber ekki úrvinnslugjald.

Málmar. Undir þennan flokk falla allir nytjamálmar, s.s. járn, stál, ál, blikk, kopar, eir o.s.frv. Þessi flokkur ber ekki úrvinnslugjald.

Matarolía. Hér er um að ræða steikingarolíu til matargerðar sem safnast fyrir hjá veitingastöðum, mötuneytum og og matvælaframleiðendum. Efnamóttakan býður upp á sérstaka söfnun á þessu efni þegar nægjanlegt magn liggur fyrir.